Aðalheiður
Aðalheiður Karlsdóttir – skartgripahönnuður
Aðalheiður er sjálfmenntaður skartgripahönnuður sem sækir innblástur í íslenska náttúru – þar sem eldgos, hraun og kristallar segja sögur um tíma, umbreytingu og kraftinn sem býr undir yfirborðinu. Í verkum hennar mætast hrá náttúruöfl og fínleg fagurfræði á einstakan hátt. Hún hefur ferðast víða og mótast af því sem hún upplifir í sínu umhverfi.
Hraunperlur og kristallar eru í lykilhlutverki í hönnun Aðalheiðar. Hver gripur er handunninn með virðingu fyrir efninu og náttúrulegu formi þess. Hún vinnur með það sem jörðin gefur –– og leyfir gripnum að þróast á eigin forsendum.
„Fyrir mér snýst sköpunin ekki bara um að gera fallega hluti, heldur að tengjast náttúrunni og miðla einhverju sem snertir fólk djúpt,“ segir Aðalheiður. “Eins höfðar sterkt til mín að vinna með steina og kristalla, sem gefa auka orku. Mér finnst líka gaman að blanda gömlu með nýju og nýti oft hluti úr gömlum skartgripum til að skapa eitthvað nýtt.”
Skartgripir hennar eru bæði sterkir og mjúkir – fullir af andstæðum og jafnvægi. Þeir segja sögur um jarðarlög, ljós og myrkur, umbreytingu og kyrrð. Hvort sem það er hálsmen með hraunperlu eða náttúrulegum kristal, þá ber hver gripur með sér einstakt orkuspor náttúrunnar og endurspeglar tilfinningar og upplifun líðandi stundar. “Ég hugsa þetta ekki aðeins sem hálsmen eða armband, heldur upplifun sem má nýta til að skreyta bæði sjálfan sig og umhverfi sitt.”
Með verkum sínum hjá Artgallery 101 deilir Aðalheiður heillandi heimi þar sem náttúra og list fléttast saman í gripi sem vekja eftirtekt, umhugsun og tengingu.
Aðalheiður Karlsdóttir – Jewelry Designer
Aðalheiður is a self-taught jewelry designer who draws deep inspiration from the Icelandic nature – where volcanic eruptions, lava formations, and crystals tell stories of time, transformation, and the raw energy that lies beneath the surface. Her work brings together the untamed forces of nature and delicate aesthetics in a truly unique way. Her travels and experiences have shaped her creative vision and continue to influence her process.
Lava pearls and crystals play a central role in Aðalheiður’s jewelry. Each piece is handcrafted with great respect for the material and its natural form. She works with what the earth offers – allowing each piece to evolve on its own terms.
“For me, creation isn’t just about making beautiful things – it’s about connecting with nature and expressing something that resonates deeply with others,” says Aðalheiður. “I’m especially drawn to working with stones and crystals that carry energy. I also love blending old with new and often reuse elements from vintage jewelry to create something fresh and meaningful.”
Her pieces are both strong and soft – full of contrasts and balance. They tell stories of geological layers, light and shadow, transformation and stillness. Whether it's a necklace with a lava pearl or a natural crystal, each item carries a unique energetic imprint from nature and reflects emotions and moments in time.
“I don’t just see it as a necklace or a bracelet,” she says, “but as an experience – something you can wear to adorn both yourself and your space.”
Through her work with Artgallery 101, Aðalheiður shares a captivating world where nature and art intertwine in jewelry that sparks attention, reflection, and connection.
Sort by
No products in this collection