Helga Ástvaldsdóttir er fædd 1961. Helga er stofnmeðlimur og sitjandi formaður í Art Gallery 101, Laugavegi 44, Reykjavík. Hún er með vinnustofu í Auðbrekku 28-30 í Kópavogi. Hún er stofnmeðlimur í listasalnum Anarkía, Hamraborg 3 í Kópavogi, sem 15 listamenn standa að. Helga er einnig stofnmeðlimur og formaður í Myndlistafélagi Kópavogs. Þá er hún í Litka, samtökum um samsýningar ólíkra listamanna.

Helga hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið 7 einkasýningar. Verk eftir hana skreyttu hótel á Keflavíkurflugvelli í 3 ár og eru tvö verk eftir hana í opinberri eigu.

  • Helga Ástvaldsdóttir
    Helga Ástvaldsdóttir